Hjá okkur á Íslandi virðist vera útbreidd skoðun að ekkert sé að marka matsfyrirtækin Moody´s. Fitch og Standard & Poor´s. Að þetta séu hálfgerðir aular.
Vissulega eru þessi fyrirtæki langt í frá að vera alvitur og jú, þau höfðu rangt fyrir sér í aðdraganda bankakreppunnar. Þeir sem starfa hjá þessum fyrirtækjum eru örugglega ekki jafn klárir og þeir halda – sjálfur hef ég hitt þá nokkra. Þeir koma stundum til Íslands til að rannsaka málin.
Staðreyndin er nú samt sú að markaðurinn fer eftir mati þessara fyrirtækja, hvort sem okkur líkar það betur og verr. Við höfum verið að heyra það í vetur hvílíkt áfall það er fyrir þjóðir eins og Grikkland, Írland og Portúgal þegar lánshæfismat þeirra er lækkað.
Það þýðir að það verður dýrara að taka lán, lán sem þegar hafa verið tekin geta líka orðið dýrari – aðgangur að lánsfé verður líka verri.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Hér er skjal frá Moody´s þar sem segir að úrslitin í Icesave atkvæðagreiðslunni muni líklega hafa áhrif á lánshæfismat Íslands.
Á skjalinu er líka að finna nöfn, tölvupóst og símanúmer þeirra sem sömdu skýrsluna, þannig að þeir sem eru ekki sammála geta kvartað.
En stutta útgáfan er svona, lengri útgáfuna má finna með því að smella hérna:
„Moody’s sovereign bond ratings for Iceland (Baa3, negative outlook) will be affected by the outcome of the country’s forthcoming referendum on the revised agreement to resolve the dispute over the Icesave offshore bank deposit scheme. In the event that the agreement is approved by Iceland’s electorate, we would likely change the outlook on the government’s current Baa3 ratings to stable from negative. If the agreement is rejected, we would likely downgrade Iceland’s ratings to Ba1 or below, given the negative repercussions that would follow for the country’s economic and financial normalisation.“