Ég ræddi hér um daginn um frönskukennsluþætti sem Vigdís Finnbogadóttir hefði stjórnað í sjónvarpinu.
Vigdís varð landsfræg vegna þessara þátta.
Ég nefndi að með Vigdísi hefði verið Frakki sem hét Gérard – en ég var ekki viss um hvaða Gérard.
Þóttist þó vita að það hefði verið hvorugur Gérardanna, þeirra miklu höfuðsnillinga sem hafa öðrum fremur flutt franska tungu hingað upp á skerið.
Semsagt hvorki Gérard Chinotti né Gérard Lemarquis.
Nú er fenginn botn í málið. Ég fékk ábendingu um að þessi sjónvarps-Frakki hefði verið Gérard Vautey sem dvaldi á Íslandi í kringum 1970, var í Háskólanum og fór líka í síld.
Samkvæmt upplýsingum á netinu er Gérard Vautey búsettur í Auvergne héraði í Frakklandi.