fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Vigdís og sjónvarps-Frakkinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. apríl 2011 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ræddi hér um daginn um frönskukennsluþætti sem Vigdís Finnbogadóttir hefði stjórnað í sjónvarpinu.

Vigdís varð landsfræg vegna þessara þátta.

Ég nefndi að með Vigdísi hefði verið Frakki sem hét Gérard – en ég var ekki viss um hvaða Gérard.

Þóttist þó vita að það hefði verið hvorugur Gérardanna, þeirra miklu höfuðsnillinga sem hafa öðrum fremur flutt franska tungu hingað upp á skerið.

Semsagt hvorki Gérard Chinotti né Gérard Lemarquis.

Nú er fenginn botn í málið. Ég fékk ábendingu um að þessi sjónvarps-Frakki hefði verið Gérard Vautey sem dvaldi á Íslandi í kringum 1970, var í Háskólanum og fór líka í síld.

Samkvæmt upplýsingum á netinu er Gérard Vautey búsettur í Auvergne héraði í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef