Nú er aldeilis farið að færast fjör í ritdeilu Jóhanns Haukssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.
Hannes skrifar að Jóhann sé illkvittinn og heimskur,hann er á gamalkunnum slóðum og líka farinn að nota uppnefni.
En Jóhann svarar að nú sé svo illa komið fyrir Hannesi að meira að segja Tryggvi Þór Herbertsson hafi yfirgefið hann.
Maður bíður í ofvæni eftir næsta skammti, þetta eru ekki menn sem lúffa svona þegjandi og hljóðalaust.