fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Gamlir ráðherrar í já-liðinu

Egill Helgason
Laugardaginn 2. apríl 2011 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan fyrir Icesave kosninguna harðnar til muna.

Í fyrstu voru nei-sinnar mun háværari, en nú auglýsa já-sinnar grimmt.

Auglýsing sem birtist í Frétttablaðinu í morgun vekur mesta athygli. Þar segjast tuttugu fyrrverandi ráðherrar ætla að segja já – „að vel ígrunduðu máli“.

Þarna eru í hópnum nokkrir fyrrverandi ráðherrar Alþýðuflokksins og kemur svosem ekki á óvart: Jón Baldvin, Eiður Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson og Rannveig Guðmundsdóttir.

Meiri tíðindum sæta framsóknarmennirnir sem þarna eru: Siv Friðleifsdóttir, Ingvar Gíslason, Jón Sigurðsson, Jónína Bjartmarz og Valgerður Sverrisdóttir.

Þau ganga gegn stefnu formanns flokks síns í þessu máli.

En stórtíðindin eru ráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum sem setja nafn sitt á auglýsinguna.

Það eru Friðrik Sophusson, Matthias Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sverrir Hermannsson, Þorsteinn Pálsson – jú, og Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson.

Síðustu tvö nöfnin koma mest á óvart, því báðir hafa þeir verið mjög handgengnir Davíð Oddssyni.

En svo eru aðrir fyrrverandi ráðherrar úr Sjálfstæðisflokki sem eru annarrar skoðunar. Meðal þeirra sem tala og skrifa fyrir nei-inu eru Björn Bjarnason og Tómas Ingi Olrich.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?