fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Viðskiptablaðið: Orkuveitan og spákaupmennska

Egill Helgason
Föstudaginn 1. apríl 2011 01:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Viðskiptablaðsins fjallar um Orkuveitu Reykjavíkur og er sérlega tímabær. Þar segir meðal annars:

— — —

Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur stóðu í stórfelldri spákaupmennsku með erlenda gjaldmiðla á ábyrgð skattgreiðenda. Fyrirtækið stundaði bókhaldsæfingar með því að færa upp virði óefnislegra eigna til að greiða út arð. Það byggði sér monthús sem útrásarvíkingar höfðu ekki einu sinni hugmyndaflug í að jafna. Útreikningar á arðsemi byggðust á röngum forsendum – það er að segja erlendum vöxtum – og fyrirtækið fór út í hreina ævintýramennsku eins og Línu.net og rækjueldi. Allar ákvarðanir byggðust á óraunhæfum fjármagnskostnaði.

Nú þurfa skattgreiðendur að taka á sig gjaldskrárhækkanir og borgin að hætta takmörkuðu ráðstöfunarfé sínu til að hreinsa upp eftir galskapinn. Skattgreiðendur eiga heimtingu á að fá svör við því hvers vegna þetta fór svona úrskeiðis. Það þýðir lítið að benda á kostnað íbúa í nágrannalöndum við hita og rafmagn þegar gjaldskrárhækkanir eru réttlættar. Í næsta nágrenni Reykjavíkur frussast heita vatnið upp úr jörðinni, kalda vatnið er af bestu gæðum frá náttúrunnar hendi og raforkuframleiðsla hlutfallslega hagkvæm. Þetta eru forréttindi þess að búa á Íslandi, sem ekki má klúðra með óskynsamlegum ákvörðunum stjórnmálamanna.

Vandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur um langt skeið verið verst varðveitta vandamál Íslands. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn allra flokka í Reykjavík hafi komið sér saman um að ræða ekki vandann hefur hann verið öllum ljós. Það er því í raun athyglisvert hvernig reynt er að kenna núverandi borgarstjóra um vanda fyrirtækisins vegna þess að hann hefur tjáð sig um hann opinberlega. Sérstaklega í ljósi umræðunnar um meðvirkni stjórnmálamanna með fjármálageiranum fyrir hrun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?