fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Asni klyfjaður gulli

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. mars 2011 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við búum í veröld sem er ekkert sérlega réttlát.

Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um mál tveggja kvenna, Jussanam Dejah frá Brasilíu og Priyanka Thapa frá Nepal.

Báðar hafa þær getið sér gott orð á Íslandi, eru góðir borgarar, en samt er mikil tregða í kerfinu við að veita þeim varanlegt landvistarleyfi.

Manni finnst það satt að segja ansi skítt.

Maður hlýtur að álykta að reglur séu túlkaðar of þröngt eða að kerfið sé hrætt við að setja fordæmi – því varla er það af einhverri mannvonsku að þær fá ekki lausn sinna mála.

Svo er fjallað um mál tíu auðmanna sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt.

Það mál er allt hið skringilegasta.

En þetta er samt ekki einsdæmi. Við erum ekki ein í heiminum. Því það er frægt að asni klyfjaður gulli kemst í gegnum marga múra.

Í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss – já, og miklu víðar – er það þekkt að ríkt fólk á auðveldara með að fá landvist en snautt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?