Fjármálamarkaðurinn er sífellt að leita að nýjum bólum til að blása upp.
Warren Buffet varar við bólu sem kann að myndast í kringum Facebook og samskiptasíður á netinu.
Verðmiðinn sem nú er á Facebook virðist vera fáránlegur: Það eru sex þúsund milljarðar íslenskra króna.
Jú, það eru voða margir á Facebook og margt að gerast þar. En eins og oft er með svona tækni kann hún að víkja fyrir nýrri eins og hendi sé veifað.
Og lendir þá á ruslahaugi sögunnar með öðrum bólum.