fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Músíkalskt barn á Ásvallagötu

Egill Helgason
Mánudaginn 28. mars 2011 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var lítill voru Pétur og Eyþór Gunnarssynir meðal vina minna. Þeir áttu ekki heima í Ásvallagötunni, en voru þar oft hjá afa sínum og ömmu, Pétri þul og Birnu.

Um Birnu var sagt að þegar hún vann á veðurstofunni hefði verið hlýskeið á Íslandi.

Pétur þulur var afskaplega litríkur maður og spjallaði oft við okkur strákana. Hann vildi helst byggja sundlaug í gamla Bakkó, sundinu mill Ásvallagötu og Blómvallagötu – og svo gat hann drifið mann af stað í eitthvert ævintýri. Í eitt skiptið fór ég til dæmis með honum og Pétri litla austur fyrir fjall með frönskum drengjakór sem hann hafði flutt inn. Mig minnir að þeir hafi heitað Litlu næturgalarnir.

Pétur er ennþá vinur minn, hann er einn besti blaðamaður á Íslandi, skarpgreindur og fróður, en Eyþór þekki ég minna þótt við séum ágætlega kunnugir. En hann er mjög eftirminnilegur.

Mamma talar nefnilega enn um að hún hafi aldrei hitt músíkalskara barn. Það var píanó í stofunni heima og ég var að reyna læra. Ég var latur og lélegur nemandi. En þegar Eyþór, sem var tveimur árum yngri en ég, kom í heimsókn settist hann við píanóið og spilaði. Það mátti heyra að hann hafði gáfuna – tónlistin var honum í blóð borin.

Ég hugsa stundum um þetta, því nú á ég son sem veitist svona létt að spila á píanó – hann virðist hafa skilning á tónlist og einbeitingu sem mér var ekki gefin. Sumir hafa þetta, aðrir ekki.

Eyþór var bara unglingur þegar hann var orðinn landskunnur hljómborðsleikari. Hann hefur unnið mörg afrek á því sviði – allt frá því ég heyrði hann fyrst spila með hljómsveit á skólaballi í Þórscafé sirka 1978.

Hann er líka tengdur ýmsu merkilegu fólki, eins og Jóni Múla sem var seinni eiginmaður móður hans, Ragnheiðar Ástu. Nú á fimmtudaginn verða liðin níutíu ár frá fæðingu Jóns Múla. Þá eru tónleikar í Salnum til heiðurs honum – og náttúrlega verða flutt sígildu lögin eftir hann og bróður hans Jónas.

Meðal flytjenda eru Eyþór, Ellen kona hans og dætur þeirra þrjár – og skilst mér að Eyþór ætli sjálfur að syngja lagið Bresti og brak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?