Eitt kosningaloforðið sem Besti flokkurinn þarf sennilega að svíkja er ísbjörninn í Húsdýragarðinn.
Það er kannski hægt að finna afsakanir, til dæmis afgreiða þetta sem misskilning.
Konan mín segir að það hefði getað verið einhvern veginn svona:
Jón Gnarr og Björn Blöndal aðstoðarmaður hans eru að keyra saman í bíl.
Skyndilega segir Jón:
„Eigum við að fá okkur ís Björn?“
Ja, stundum þarf ekki meira til.