Jón Bjarnason styður ekki frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands.
Þá er varla líklegt að Ásmundur Einar geri það heldur.
Það hefur verið sagt að við brotthlaup Lilju og Atla úr VG séu þeir félagar komnir í úrslitaaðstöðu. Það hefði verið fráleitt fyrir þá að fara úr flokknum.
Líf ríkisstjórnarinnar hangir hins vegar á bláþræði – og fer nú brátt að vera spurning um hvort hún komi yfirleitt einhverju í gegn nema að fá stuðning frá einhverjum í stjórnarandstöðunni.
Landbúnaðarráðherrann vil svo auðvitað ekki samþykkja neitt sem breytir einhverju í stjórnkerfi landbúnaðarins – en þar hefur farið fram, líkt og Ríkisendurskoðun bendir á, stórkostlegt framsal á valdi frá ríkinu til hagsmunasamtaka. Svo mjög að landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin eru eiginlega eitt og hið saman.
Þegar formaður Bændasamtakanna var spurður um þessa skýrslu hafði hann eiginlega ekki annað svar við henni en að hún væri „pólitík“.