fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Styrmir og varaliðið

Egill Helgason
Föstudaginn 25. mars 2011 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson skrifar ritdóm um bókina Sovét-Ísland eftir Þór Whitehead í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála.

Styrmi þykir bókin að vonum góð, segir að hún marki þvílík þáttaskil að endurskoða þurfi þá sögu sem er kennd í íslenskum skólum.

En tvennt stingur í augu í ritdómnum.

Annars vegar að Styrmir skýrir frá því – reyndar í alltof fáum orðum – að hann hafi tekið þátt í að skipuleggja „varalið, sem gæti verið tiltækt, ef á þyrfti að halda“ í Valhöll í Suðurgötu fyrir hálfri öld.

„Þeir ráðamenn þjóðarinnar, sem þá voru við völd, mundu þessa tíma [þegar kommúnistar höfðu varðsveitir] og vildu vera við öllu búnir vegna þess að spenna ríkti í samfélaginu,“ segir Styrmir.

Hins vegar er áhugavert það sem hann segir um íslenska nasista og sem sögðu marxistum stríð á hendur, eins og Styrmir skrifar í ritdómnum:

„Hingað til hafa þessir ungu menn ekki skipað merkilegan sess í stjornmálasögu 20. aldarinnar. En af bók Þórs Whiteheads má ráða að það mótvægi sem þeir sköpuðu um skeið gegn götuofbeldi kommúnista hafi skipt máli. Kannski er kominn tími til að skoða betur sögu þessarar stjórnmálahreyfingar? Fylgjendur hennar höfðu skýra heimsmynd. Í augum þeirra gerði Churchill grundvallarmistök með því að gefa Adolf Hitler ekki svigrúm til að fást við Jósep Stalín. Þeir í þessum hópi, sem ég þekkti, breyttu ekki þessari skoðun það sem þeir áttu eftir ólifað. Þeir voru aldrei hrifnir af Sjálfstæðisflokknum, þótt flestir hafi sjálfsagt kosið hann. Gengu þó í vörð til að kjósa vin sinn og samherja, Birgi Kjaran, formann Varðar, en alla vega sumir hverjir yfirgáfu Vörð strax og það markmið hafði náðst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?