Þrátt fyrir allt verður að segja að Samfylkingin sé samstæðasti stjórnmálaflokkurinn. Flokksmenn eru nokkuð samstíga, það er enginn klofningur innan flokksins – þótt hann glími að vissu leyti við leiðtogakreppu.
Jóhanna Sigurðardóttir stendur ansi tæpt sem forsætisráðherra og formaður flokksins, en arftaki hennar er ekki í sjónmáli.
Samfylkingin er að burðast með tvö risastór mál sem njóta almenns stuðnings innan flokksins, en takmarkaðs stuðnings utan hans.
ESB og breytingar á kvótakerfinu.
Og nú virðist eins og flokkurinn hafi ekki styrk til að koma þessum málum áfram – að minnsta kosti ekki nema öðru þeirra.