Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar verður haldið á vandræðalegasta hugsanlega tíma, þegar formaður flokksins og forsætisráðherra er nýbúin að fá þann úrskurð að hún hafi brotið jafnréttislog.
Á þinginu munu tala konur úr Samfylkingunni sem hafa verið framarlega í jafnréttisbaráttunni, eins og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem er formaður jafnréttisráðs.
Svo er þar Ragna Árnadóttir sem nýtur mikil fylgis innan Samfylkingarinnar sem forsetaefni, það eru ekki síst konur þaðan sem hafa verið að hvetja hana áfram.
Varla verður hægt að komast í gegnum þingið án þess að tala um Jóhönnu Sigurðardóttur og mál Önnu Kristínar Ólafsdóttur sem sótti um skrifstofustjórastöðuna í forsætisráðuneytinu.
Það má velta fyrir sér hvers vegna Anna var ekki ráðin. Hún var virk í Kvennalistanum í eina tíð og er vinkona þekktra kvenna úr Samfylkingunni eins og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. En hún er líka eiginkona sjálfstæðismannsins Hjörleifs Kvaran, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orkuvetunnar.