fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Erfitt kvennaþing framundan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. mars 2011 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar verður haldið á vandræðalegasta hugsanlega tíma, þegar formaður flokksins og forsætisráðherra er nýbúin að fá þann úrskurð að hún hafi brotið jafnréttislog.

Á þinginu munu tala konur úr Samfylkingunni sem hafa verið framarlega í jafnréttisbaráttunni, eins og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem er formaður jafnréttisráðs.

Svo er þar Ragna Árnadóttir sem nýtur mikil fylgis innan Samfylkingarinnar sem forsetaefni, það eru ekki síst konur þaðan sem hafa verið að hvetja hana áfram.

Varla verður hægt að komast í gegnum þingið án þess að tala um Jóhönnu Sigurðardóttur og mál Önnu Kristínar Ólafsdóttur sem sótti um skrifstofustjórastöðuna í forsætisráðuneytinu.

Það má velta fyrir sér hvers vegna Anna var ekki ráðin. Hún var virk í Kvennalistanum í eina tíð og er vinkona þekktra kvenna úr Samfylkingunni eins og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. En hún er líka eiginkona sjálfstæðismannsins Hjörleifs Kvaran, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orkuvetunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna