Það eru aðallega þrestir og starrar sem koma sækja í fóðrið sem við setjum hérna út í garð.
Það er kornmeti blandað einhverri feiti.
Þrestirnir er spakari en starrarnir, nokkrir þeirra eru hættir að fljúga burt þegar ég kem út.
En svo hafa komið tvær aðrar tegundir í mat.
Snjótittlingur – það er gaman að sjá þessa litlu hnoðra sem aldrei eru kyrrir.
Og svo var þarna svartþröstur fyrir nokkrum dögum.
Svartþrestir eru nýlegir landnemar á Íslandi en eru nú farnir að verpa hér í nokkrum mæli.
Á ensku heitir svartþröstur blackbird – það er fuglinn sem Paul McCartney söng um í frægu dægurlagi.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RDxfjUEBT9I]