Eygló Björk Ólafsdóttir, sem stundar búskap og matvælaframleiðslu, í Vallanesi á Fljótsdalshéraði ásamt eiginmanni sínum Eymundi Magnússyni, skrifar grein í Fréttablaðið um lífræna ræktun.
Hún rekur tækifæri sem eru í lífrænni ræktun á Íslandi, og hvað við erum – því miður – miklir eftirbátar Evrópuþjóða sem við berum okkur saman við í þessu efni.
Þarna er farið líkt og í mörgu öðru á Íslandi – kerfið er eftir á og fylgist illa með, enda er það reyrt í viðjar hagsmuna sem erfitt er að hnika.
Greinina má finna með því að smella hérna.