fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Jafndægur

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. mars 2011 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dýrðardagur úti. Sól skín í heiði. Í dag eru jafndægur að vori. Það var orðið bjart vel fyrir klukkan átta í morgun. Tími hinna björtu nátta er skammt undan.

Það er einkennilegt að sjá gróðurinn vaxa svo snemma árs – það er að koma brum á trén, grasið grænkar, í garðinum mínum eru vorblóm farin að blómgast.

Ég skoða veðurspána á hverjum degi – sem ég geri annars ekki – maður er svolítið hræddur um að komi kuldakast með gróðurskemmdum.

Það var bjart yfir bæjarlífinu í gær, dagurinn í dag gefur góð fyrirheit.

Íbúar Reykjavíkur fara ekkert sérlega snemma á fætur. Búðir og kaffihús opna yfirleitt ekki fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10 um helgar, oft ekki fyrr en á hádegi. Það þætti seint í erlendum borgum.

Þegar maður gengur um Miðbæinn á morgni um helgar er flest fólkið sem er á ferli útlendir ferðamenn.

Svo renna saman í erlend og íslensk áhrif – Reykjavík er að verða skemmtilega alþjóðleg.

Ungur Bandaríkjamaður í bakaríinu í Lækjargötu sagði við afgreiðslustúkuna:

„Can I have one kleina?“

Og svo þegar ég labbaði út úr bakaríinu með birkirúnstykkin í poka heyrði ég tvo frönskumælandi menn segja:

„Est-ce qu’il faut avoir une kleina?“

Eigum við að fá okkur kleinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi