fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

„Við vorum rænd“

Egill Helgason
Laugardaginn 19. mars 2011 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru merkilegar upplýsingar sem koma fram í fyrstu grein Eyjunnar í úttekt á Landsbankanum, í þetta sinn samskipti Straums og Landsbankans á tímanum þegar bankakerfið var að hynja.

Á sama tíma segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra það sem allir vita: „Við vorum rænd.“

En lögmaðurinn Gestur Jónsson telur að þessi ummæli séu svo óvanaleg að hægt sé að fara með þau til mannréttindadómstóls Evrópu og þá væntanlega til að ógilda alla dóma sem kunna að falla gegn fjárglæframönnum á Íslandi.

Svo eru það Jóhanna Sigurðardóttir og  Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari til skamms tíma, sem eru að bítast. Jóhanna sagði á sínum tíma að Valtýr væri óhæfur til að fjalla um efnahagshrunið, þar tók hún undir með Evu Joly, og þetta varð niðurstaðan. Valtýr kom ekki nálægt málum sem tengdust hruninu. Það gat ekki öðruvísi verið – sonur Valtýs var einn af lykilmönnunum í útrásinni.

Nú er Valtýr laus úr embættinu og runnin upp stund hefndarinnar, hann hjólar í Jóhönnu og Evu Joly, og segir meðal annars að Jóhanna hafi ærst af fögnuði þegar bankamenn hafi verið hnepptir í gæsluvarðhald.

Og það er greinilegt að saksóknarinn gamli hefur áhyggjur af því hvernig farið verður með hvítflibbabrotamenn Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi