fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: Siðfall

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. mars 2011 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir fjallar um samráðsmál og fleira skrítið í viðskiptalífinu á Íslandi og spyr hvort megi tala um siðfall í þessu sambandi.

Hluti pistils Sigrúnar sem birtist í Speglinum í gær er svohljóðandi:

— — —

„Ýmislegt varðandi starfsemi bankanna er nú í rannsókn, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Það er búið að bera fram ákærur vegna sparisjóðsins Byrs. Fjármálaeftirlitið skoðar án efa gjaldþrota sparisjóði. Það átti að setja það inn í starfslokasamning eins sparisjóðsstjóra að lán til sonar hans yrðu afskrifuð. Eftirlit og aðhald í hvítflibbageirum hefur verið slakt á Íslandi. Menn sem stunda vinnu sína í jakkafötum hafa sjaldnast þurft að svara til saka. Ísland er ekkert einsdæmi í þessum efnum, alls ekki, en það gerir málið ekkert betra.

Í raun má taka Ísland sem dæmi um hvað gerist í viðskiptalífi þar sem er aldrei tekið á neinu nema í mesta lagi með sektum. Ef menn eru vissir um að það sé allt í lagi að svindla, svíkja og pretta því það bitni ekkert á þeim prívat og persónulega, þeir missi ekki einu sinni vinnuna jafnvel þó það komist upp, eru líkur á að menn láti undan freistingunni og svindli, svíki og pretti.

Samráðsmálin segja ófagra sögu um viðskiptasiðferðið á Íslandi. Ef maður leggur þá sögu saman við hrundu bankana og það sem blasir við í sparisjóðakerfinu er engu líkara en að það megi tala um siðfall í íslensku viðskiptalífi. Þetta var ekkert sem var að gerast í einhverjum undarlegum fyrirtækjum sem enginn vissi af. Nei, þetta gerðist í stórum fyrirtækjunum. Kaflarnir um viðskiptasiðferðið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis gefa áhugaverða innsýn í það efni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?