Ég gekk fram á mikinn listamann í bænum í dag.
Og af því ég tel mig kunna að umgangast mikla listamann ávarpaði ég hann eins og ég taldi rétt:
Maestro!
„Maestro, þakka þér fyrir list þína.“
Þetta var hinn aldraði Rússi Rosdestvenskíj.
Eins og ég hef áður sagt á ég margar hljómplötur með honum þar sem hann stjórnar verkum eftir Sjostakovitsj.
Hann gestastjórnandi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands – stjórnaði henni á frábærum tónleikum síðasta fimmtudag. Í kvöld eru svo aðrir tónleikar þar sem Rostedstvenskíj stjórnar verkum eftir Prokovíev.
Hann segir að Sinfóníuhljómsveitin íslenska sé „ein þeirra bestu í heiminum“.
Það er ekki lítið lof frá svona manni og hlýtur að vera uppörvun fyrir þessa merku menningarstofnun nú þegar hún er að fara að taka skrefið úr Háskólabíói yfir í tónlistarsalinn í Hörpu.
Í framhaldi af því er þess að geta að Ilan Volkov, hinn nýi aðalhjómsveitarstjóri þykir framúrskarandi stjórnandi, hann ætti að vera mjög góður fengur fyrir hljómsveitina og tónlistarlífið á Íslandi. Volkov tekur við stöðunni næsta haust.