fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Flækjur

Egill Helgason
Mánudaginn 21. febrúar 2011 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icesavekosningin í mars á síðasta ári snerist um hvort samningur sem þá hafði verið gerður og samþykktur á Alþingi ætti að halda gildi sínu. Hún snerist ekki um að borga ekki – það var margítrekað, líka af forseta Íslands.

Nú skilst manni að næsta Icesavekosning snúist um síðustu útgáfuna af Icesave annars vegar og dómstóla hins vegar. Áframhaldandi samningaviðræður virðast ekki vera í boði.

Því er hægt að segja að valið standi milli þess að segjast ætla borga eða segjast ekki ætla að borga.

Margir sérfræðingar eiga eftir að koma fram og skýra út samninginn, mæla með því að hann verði samþykktur, en það mun engu breyta – svarið verður alltaf það sama: „Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna!“

Og það mun ráða úrslitum.

En er hugsanlegt að Icesave kosning sem fer fram í apríl muni ekki bara snúast um Icesave?

Heldur líka um líf ríkisstjórnarinnar?

Og um ESB?

Það sýnist manni allavega á bogginu. Og þá eru málin farin að flækjast aðeins – og spurning hvort við stöndum ekki frammi fyrir ógurlegum deilum næstu tvo mánuðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna