Viðbrögð frá Holland vegna Icesave eru miklu harðari en viðbrögðin frá Bretlandi.
Ástæðan er einfaldlega sú að málið er ofar á dagsskránni í Hollandi en Bretlandi. Það má heldur ekki gleyma að Icesave opnaði seint í Hollandi, þegar menn voru farnir að vita að hér stefndi allt í þrot – og málið því í reynd hið svívirðilegasta.
Í Bretlandi er málið neðar á dagskránni – þar hefur lausn þess mestanpart hvílt á herðum ráðuneytisfólks.
En Hollendingarnir blása í herlúðra, pressan tekur stórt upp í sig, og það virkar á stjórnmálamenn sem þurfa að rísa undir stóru orðunum.
Hér er forsíða De Telegraaf, stærsta blaðs Hollands, þar sem segir að Íslendingar séu vanskilamenn: