Eitt held ég að megi staðhæfa með nokkurri vissu:
Icesave 3, Buchheit samingurinn, verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ástæðan er einfaldlega sú að þeir sem eru á móti samningnum verða duglegri að mæta á kjörstað en þeir sem gætu hugsað sér að samþykkja hann.
Jóhanna segir að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að fara fram sem fyrst. Það er um að gera.
Hins vegar vantar eina breytu í málið. Við vitum ekki hvað gerist ef samningurinn verður felldur.
Hvað tekur þá við? Varla nýjar samningaviðræður? Dómstóll? Gufar málið upp?
Stjórnmálamenn og fjölmiðlar verða að skýra þetta út fyrir okkur á næstu vikum.
Svo er það athyglisverður vinkill ef farið verður út í að kjósa til Stjórnlagaþings meðfram Icesave. Reyndar virðist það vera ansi stuttur tími. En ákvörðun Ólafs styrkir mjög málstað þeirra sem vilja breytingar á stjórnarskránni.