Stundum finnst mér gaman að hugsa til þess hversu margt fólk hefur komið til mín í Silfrið.
Ég var í New York um áramótin. Fór í bókabúðina Barnes & Noble. Þarna var borð með bókum um samtímamálefni – á því voru bækur eftir fjölda fólks sem hafði verið gestir í Silfri Egils.
Nú er sagt að lögfræðingurinn frægi og umdeildi Alan Dershowitz hafi tekið að sér að verja Julian Assange.
Assange var náttúrlega í Silfrinu – en það var Dershowitz líka, í mars 2008.