fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hverjir verða ódauðlegir?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. febrúar 2011 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frændi minn einn hefur starfað sem læknir í Afríku í tuttugu og sjö ár.

Hann er nú kominn á eftirlaun, býr í Noregi, en fór aftur til Afríku í fyrra og var þar í nokkra mánuði. Hann var um tíma eini læknirinn á milljón manna svæði.

Hann sagði á eitt sinn hefðu algengir sjúkdómar til dæmis verið malaría og lömunarveiki – en nú væri eyðnin langskæðust.

Hann sagði að peningar frá Bill Gates hefðu gert gagn, fyrir þá væri hægt að kaupa lyf. Vandi væri hins vegar að venja fólk á að taka lyfin.

Ég fór út í búð og sá forsíðu Time Magazine grein sem heitir 2045: Árið sem menn verða ódauðlegir. Þetta er reyndar nánast sama grein og birtist í Wired um síðustu aldamót og var þá meðal annars rædd í Silfri Egils.

En þá má líka spyrja hverjir verði ódauðlegir?

Líklega ríka fólkið – við stefnum inn í framtíð þar sem heilbrigðisþjónusta verður stöðugt tæknivæddari og dýrari.

Og þeir sem hafa ekki efni á henni mega éta það sem úti frýs – halda áfram að deyja úr sjúkdómum sem í raun ætti að vera einfalt að koma í veg fyrir eða að lækna.

En sú óheppni, mundi einhver segja?

Ja – fólkið hefur þá allavega Bill Gates.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin