fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Þórður viðurkenndi nauðgun á Facebook í óþökk konunnar: „Aftur hefurðu tekið af mér valdið“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 23. október 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Ingvarsson, fyrrverandi varaformaður Vantrúar og ritstjóri vefrits Vantrúar, birti fyrr í dag pistil innan Facebook-hópsins Femínistaspjallið þar sem hann viðurkenndi nauðgun. Fyrst um sinn hlaut hann nokkurt hrós frá meðlimum spjallsins þar til konan sem hann nauðgaði steig fram og sagði hann vera að stýra umræðunni um nauðgunina í sinni óþökk. Færslunni hefur nú verið eytt en einn stjórnandi Femínistaspjallsins segir í öðrum þræði að stjórnendur hafi ekki gert það og því hafi hann líklegast sjálfur eytt færslunni. DV gerði árangurslausa tilraun til að ræða við Þórð.

„Ég hef bara fengið nóg af því að fá ekki að stjórna umræðunni um mína eigin nauðgun“

Þórður skrifaði færsluna undir formerkjum myllumerkisins #ihave en margir hafa kallað eftir því að gerendur í kynferðisbrotum stígi fram líkt og þolendur. „Ég vill segja þetta á þennan hátt og vill ekki vera fáviti. En. #Ihave og það brýst út á óeðlilegan máta. Ég hef einhvern tímann sagt ykkur að brosa. Ég hef einhvern tímann reynt að káfa á þér. Ég hef einhvern tímann strokið á þér rassinn. Ég hef einhvern tímann þóst betri en þú. Ég hef einhvern tímann kennt þér um hvað mér finnst. Ég hef einu sinni nauðgað. #Ihave. En ég vill ekki vera fokking fáviti. Ég biðst afsökunar á því að hafa viðhaldið þessari menningu með því að segja ekki neitt, með því að vita ekki betur, með því að taka þátt,“ skrifar Þórður.

Þórður skýrir nánar málsvexti nauðgunarinnar eftir að Þórdís Elva Þorvaldsdóttir spurði hann um málið. „Ég og þolandi þekkjumst. Þetta gerðist fyrir rúmlega átta árum síðan. Við höfðum verið í sambandi áður. Við höfðum ekki hist í einhvern tíma fyrir umrætt kvöld. Við vorum bæði full. Enduðum uppí rúmi hjá mér. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég var að gera og hvað ég hafði gert fyrren nokkrum árum seinna. Hún sendi mér skilaboð fyrr á þessu ári, ótengd þessu kvöldi, en varðaði kynferðisofbeldi á vinnustað, fyrir verkefni sem hún var að vinna í. Einhverju síðar hafði ég samband við hana og sagði henni frá, talaði um þetta atvik. Ég baðst afsökunar og ég tek fulla ábyrgð á því sem ég gerði. Ég skammast mín, því skömmin er mín,“ skrifar Þórður.

Ég áttaði mig ekki á því hvað ég var að gera og hvað ég hafði gert fyrren nokkrum árum seinna

Líkt og fyrr segir hlaut hann nokkuð hrós fyrir þessi orð eða þar til konan sem um ræðir steig fram. Hún hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta færsluna en hún óskaði eftir að vera ekki nafngreind þar sem það var ekki hennar ákvörðun að stíga fram á þessum tímapunkti. „Jæja. Þetta er það seinasta sem mig langaði að gera, en ég kann illa við að vera rædd eins og ég sé ekki hér. Vera kallaður þolandinn. Enn og aftur hefurðu tekið af mér valdið til þess að stjórna þessari umræðu. Enn og aftur hugsaðir þú ekki um það hvernig þessi játning myndi hafa á mig. Enn og aftur skiptir það ekki máli hvernig ég myndi taka í þetta. Enn og fokking aftur. Ég hélt að ég væri búin að gera afstöðu mína gagnvart þessu nokkuð skýra? Og það sem versta er að þú gerðir þetta pottþétt af hvatvísi. Að létta af þér kom í fyrsta sæti og ég í það seinasta,“ segir konan.

Hún segir að Þórður hafi ekki verið að hugsa um hana þegar hann sett þessa færslu á Facebook.

„Enn og aftur hefurðu orðið valdur að því að mér finnst ég valdalaus til að stjórna því sem kemur fyrir mig. Enn og aftur hefurðu orðið valdur að því að ég brotni niður, bæði í einrúmi og á almannafæri. Þú veltir því aldrei fyrir því hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir mig, hvaða áhrif þetta gæti haft á þig? Þú nefnir að við höfum verið full? Hvaða máli skiptir það? Nákvæmlega engu. Ég man eftir öllu. Þökk sé þér. Þú nefnir að við þekkjumst. Enn og aftur, hvaða máli skiptir það? Mér líður ekki eins og ég þekki þig,“ segir konan.

Hún segir að næst þegar Þórður ætlar sér að tala opinberlega um mál tengd sér þá skuli hann hafa samband við sig fyrst:

„Ég fékk mína útrás í sumar eftir að ég reyndi að fá „closure“ með því að tala við þig og fékk álíka fullnægjandi svar og „Ókei.“. Ekki að ég viti hvað svar hefði verið fullnægjandi, en það var klárlega ekki þetta. Ég hefði getað líklegast sent þér einkaskilaboð, en það virðist ekki ætla hafa nokkur áhrif. Þú ert femínisti. Frábært. Næst þegar þú ætlar að ræða eitthvað sem er kemur mér svo sannarlega við máttu endilega vara mig við, eða ræða það við mig fyrst. Því já, þetta snertir mig. Ég átti örugglega ekki að taka þátt í þessari umræðu. En þú snérir upp á handlegginn á mér. Afsakið dramað. Ég hef bara fengið nóg af því að fá ekki að stjórna umræðunni um mína eigin nauðgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi