Forsetaritari segir að óvenjulegt sé að lög berist forseta til undirritunar á innan við klukkutíma.
Við lifum í samfélagi þar sem það þykir óþarflega seint að senda gögn á heilum klukkutíma.
Internetið hefur vanið okkur á að fá upplýsingar samstundis – og það á líka við um póst.
Einhvers staðar var talað um að það lög bærust forseta eftir nokkra daga. Jú, það tekur sjálfsagt tíma að ganga frá pappírunum – innsigla og svoleiðis – og senda svo með landpóstinum sem væntanlega þarf að sundríða nokkrar ár og stoppa á bæjum á leiðinni.