Þetta er stórmerkileg niðurstaða Evrópudómstólsins. Leiki í heimsmeistara- og Evrópukeppnum í fótbolta ber að sýna í opinni dagskrá þannig að allur almenningur geti séð þá.
Spurning hvort hið sama verður þá ekki að gilda um handbolta á Íslandi, sjálfa þjóðaríþróttina.
Íþróttirnar eru gegnsýrðar af peningum – það eru peningarnir sem knýja vélina áfram ekki áhuginn eða það sem kallað var íþróttandi hér í eina tíð.
Það er kominn tími til að berjast gegn því.