fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Kurteist fólk

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. febrúar 2011 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var í sveit í Laxárdal í Dalasýslu þegar ég var strákur.

Í kvikmyndinni Kurteist fólk er stelpa á leiðinni í Búðardal – bróðir hennar sem er ofviti hefur látið hana taka með Laxdælu.

Svona var þetta hjá mér líka, þegar ég fór fyrst í Dalina var Laxdæla í farangrinum í útgáfu Fornritafélagsins. Pabbi setti hana þangað. Ég var átta ára og verð að viðurkenna að ég las hana ekki, heldur komst gamall maður sem var á bænum í eintakið og las hana upp til agna um sumarið.

Kvikmyndin er eftir Ólaf Jóhannesson. Hann er sjálfur úr Dölunum og honum liggur mikið á hjarta um sveitina sína. Um fólkið þar, búskapinn, atvinnuvegina. Hann býr til mikið persónugallerí – þar eru fjölmargar bráðskemmtilegar týpur eins og sveitarstjórinn sem Eggert Þorleifsson leikur, umkomulausi verkfræðingurinn sem Stefán Karl leikur – ég ætla heldur ekki að gleyma vinkonu minni Ragnhildi Steinunni sem er bráðfyndin í litlu hlutverki.

Þetta er skemmtileg kómedía um venjulegt fólk og efniviðurinn er mikill. Það er nefnilega oft betra að fjalla um eitthvað sem maður þekkir en það sem maður þekkir ekki. Ég skemmti mér vel á myndinni og hefði í raun getað séð hana fyrir mér sem röð sjónvarpsþátta – það hefðu þess vegna mátt vera margir þættir – sem byggði á persónum, flokkadráttum og ástarlífi í íslensku smáþorpi og sveitinni í kring.

Það þyrfti ekki einu sinni að vera neitt morð í svona þáttum.

thumb_trailer

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin