Það er merkilegt rannsóknarefni hvernig þjóðir framleiða goðsögur sínar.
Eitt af því sem er að verða nánast eins og viðtekin sannindi er samstaða þjóðarinnar í þorskastríðunum við Breta.
En Guðni Th. Jóhannesson skrifar í Fréttablaðið og bendir á að þetta sé ekki alveg svona einfalt.
Grein Guðna hefst á þessum orðum:
„Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann.“