Við Kári vorum að fara í gegnum það frábæra lag Söknuð eftir Jóhann Helgason á píanóinu.
Og þá rifjaðist upp fyrir mér þetta mál. Norðmaður í hljómsveitinni Secret Garden tók lag Jóhanns ófrjálsri hendi, eða það heyrist manni, og síðan hafa söngvarar út um allan heim flutt það. Lagið hefur verið hljóðritað af meira en hundrað listamönnum.
Jóhann ætlaði að kæra þetta, en hvernig fór það svo? Kannski er erfitt að leita réttar síns í þessum heimi, en það er varla neinn vafi á að lagið er stolið. Líkindin eru undarlega mikil, ég hafði aldrei áttað mig á að þetta væri svona bíræfið.
Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálmssyni:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=oq9tphh6Apw]
You Raise Me Up með Brian Kennedy:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=EYFC4god31o&feature=related]