Því miður er það svo að í Danmörku er allt velsæmi farið úr umræðunni um innflytjendur.
Formaður hins rasíska Þjóðarflokks kemst upp með að segja hluti eins og að innflytjendur skuli skyldaðir í starfsnám á skyndibitastöðum og í hreingerningafyrirtækjum.
Þetta þykir boðlegur málflutningur í Danmörku sem eitt sinn þótti nokkuð frjálslynt land, en á nú við undarlegan sjúkleika að glíma.
Þjóðarflokkurinn boðar að innflytjendur séu afætur á samfélaginu. Það er ekki talað um innflytjendur sem vinna lakari störfin, greiða sína skatta og eru í raun nauðsynlegur hluti af þjóðfélagsgerðinni.
Því sannleikurinn er sá að land eins og Danmörk getur ekki staðið undir sér í framtíðinni nema með innflutningi fólks – annars verður hlutfallið milli eftirlaunaþega og þeirra sem vinna störfin óbærilegt.