fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Gunnar Tómasson: Efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda

Egill Helgason
Föstudaginn 11. febrúar 2011 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi þessa samantekt:

— — —


Efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda: Framvinda og horfur

1. Í upphaflegu efnahagsáætlun AGS og íslenzkra stjórnvalda, sem var samþykkt af AGS 8. desember 2008, var gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla (VLF) myndi lækka um 9,6% árið 2009, vera nánast í jafnvægi 2010 og hækka um samtals 13,8% á tímabilinu 2011-2013. Við endurskoðun áætlunarinnar í síðasta mánuði var VLF talin hafa lækkað um 6,8% árið 2009 og um 3,8% árið 2010, eða um samtals 10,3% á tímabilinu 2009-2010. Frávikið frá upphaflegu áætluninni var því óverulegt. Hins vegar er nú áætlað að VLF hækki einungis um samtals 7,7% á tímabilinu 2011-2013, sem er nær helmingi minni hagvöxtur en áætlað var við árslok 2008.

2. Upphaflega var áætlað að VLF 2013 myndi vera 2-3% hærri en VLF 2008, en samkvæmt síðustu spám AGS mun VLF vera 2-3% lægri; viðsnúningur til hins verra er því af stærðargráðunni 4-6%. Hér er miðað við VLF á föstu verðlagi í krónum.  Nýjasta skýrsla AGS um Ísland (Table 4. Iceland: Balance of Payments, 2008-15, http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2011/cr1116.pdf) sýnir einnig VLF í dollurum, sem er ekki síður mikilvæg með hliðsjón af greiðslubyrði þjóðarbúsins vegna erlendra skulda.

3. Árið 2008 nam VLF $17,0 milljörðum og lækkaði um 29% í $12,1 milljarð árið 2009 en hækkaði síðan um 5,8% árið 2010.  Breytingar á gengi krónunnar gagnvart dollar réði miklu um mismuninn á þessum tölum og þeim sem sýndar eru að ofan.  Á tímabilinu 2011-2013 er áætlað að VLF í dollurum hækki um samtals 14,8% sem er nær tvöföld 7,7% hækkunin á föstu krónuverðlagi; annað hvort er hér um mistök að ræða eða AGS reiknar með því að gengi krónunnar hækki gagnvart dollara á tímabilinu.  Engu að síður myndi VLF í dollurum árið 2013 vera um 13-14% lægri en hún var árið 2008.

4. Breyttar horfur um þróun VLF frá 2008 til 2013 endurspegla m.a. meiri samdrátt fjárfestinga á tímabilinu 2009-2010 en upphaflega var gert ráð fyrir, eða um samtals 53% í stað 38%. Að hluta kann þetta að stafa af seinkun á meiri háttar fjárfestingarverkefnum sem AGS virðist reikna með að vinnist upp á tímabilinu 2011-2013; miðað við 2010 er áætlað að fjárfestingar hækki verulega og verði um 60% hærri árið 2013. Upphaflega var áætlað að hækkunin milli áranna 2010 og 2013 myndi verða um 21%.

5. Af ofangreindu má ráða að hvort sem horft er til framvindu vergrar landsframleiðslu eða fjárfestinga, þá hafa orðið verulegar breytingar til hins verra miðað við upphaflegu efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda. Í skýrslu AGS um Ísland frá 25. nóvember 2008 var áætlað að vergar erlendar skuldir þjóðarbúsins í árslok 2013 myndu jafngilda 101,3% af VLF, og hefðu þá lækkað úr 160% við árslok 2009. Í skýrslu AGS er lagt mat á þessa þróun:  „Þótt hlutfall erlendra skulda lækki verulega yfir áætlunartímann mun hún haldast  mjög há [„very high”] og verða um 101% af VLF við árslok 2013.”

6. Síðan segir m.a. svo: „Erlendar skuldir verða enn geysimikill óvissuþáttur – ekki síst hvað gengið snertir. Frekara gengisfall um 30% ylli því að hlutfall skulda mundi snarhækka (og færi upp í 240% af vergri landsframleiðslu árið 2009) og yrði það vitaskuld ósjálfbært.“ [„External debt remains extremely vulnerable to shocks – most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.“ http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf, bls. 55.]

7. Erlenda skuldastaðan hefur reynst vera allt önnur og verri en AGS og íslenzk stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Við árslok 2009 var hún jafngildi 308% af VLF í stað 160%  – eða um 30% hærri en þau 240% sem AGS tók sem dæmi um ósjálfbæra skuldsetningu –  og er áætluð að vera meira en tvöfalt hærri við árslok 2013 en ráð var fyrir gert, eða 215% af VLF í stað 101%  – frekara gengisfall um 30% myndi hækka skuldahlutfallið úr 215% af VLF við árslok 2013 í 280% og hlýtur að vera „vitaskuld ósjálfbært” að mati AGS.

8. Þessar ógnvænlegu horfur varðandi skuldsetningu þjóðarbúsins hafa farið fram hjá stjórnvöldum, en í bréfi þeirra dags. 22. desember 2010 til framkvæmdastjóra AGS segir svo í upphafi:

„Efnahagslegur bati er smá saman að festa rætur. Stefnan í efnahagsmálum hefur tryggt áframhaldandi stöðugleika krónunnar, skuldastaðan fer batnandi og verðbólgan lækkandi.” [„An economic recovery is gradually taking hold. The policies in place have underpinned continued stability of the krona, a declining debt path, and falling inflation.“]

9. Í Athugasemdum við „Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. Desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum” segir m.a. svo í málslið 3.3:

„Sams konar endurskoðunarákvæði er að finna í hinum nýju samningum og í fyrri samningum og gerir það ráð fyrir að viðræður fari fram við viðsemjendur um áhrif þess á efni samninganna ef reglubundin úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. IV. greinar úttekt, leiðir í ljós að skuldaþoli Íslands hafi hrakað til muna frá því sem sjóðurinn taldi í nóvember 2008.”

10. Af athugasemdum 1–7 hér að ofan er „ljóst að skuldaþoli Íslands hefur hrakað til muna frá því sem sjóðurinn taldi í nóvember 2008.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“