Hér á heimilinu hafa verið umræður um þá góðu gömlu daga þegar skólahald féll stundum niður vegna veðurs.
Þetta hefur ekki gerst síðan Kári hóf skólagöngu sína.
Svona hefur veðrið batnað síðan síðuhaldari var lítill – hann er alinn upp á tíma þegar veðrið var vont.
En fátt vissi maður skemmtilegra en þegar skólahaldi var snögglega aflýst vegna veðursins – nema kannski þegar rafmagnið fór. Það voru góðar stundir.
Svona leit þetta að minnsta kosti út í barnshuganum.
Og nú drífum við okkur í skólann – þetta er ekki svo slæmt þrátt fyrir viðvaranirnar.