fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hnignandi innviðir heimsveldis

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. janúar 2011 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í forsíðugrein The Economist er fjallað um stefnuræðu Baracks Obama sem olli vonbrigðum vegna þess hvað hún er máttlaus.

Blaðið útlistar hvað bandaríska hagkerfið er í hrikalegum vandræðum. Atvinnuleysið er 9,4 prósent segja opinberar tölur, en í greininni er fullyrt að sú tala sé í raun tvöföld.

Þótt einhver efnahagsbati sé merkjanlegur, þá kemur hann ekki fram í fjölgun atvinnutækifæra.

Fjárlagahallinn er tíu prósent og nú þegar „baby boomer“ kynslóðin er að fara á eftirlaun og þarf sína heilsugæslu eru varla líkur á að hann lækki.

Meðan grotna innviðir Bandaríkjanna niður. Sum ríkin eru gjörsamlega á hausnum eins og er lýst á forsíðumynd Economist. Það er almennt viðurkennt að ríkisskólar séu meira og minna ónýtir – blaðið getur þess að frammistaða bandarískra barna í stærðfræði sé mjög léleg.

Repúblíkanar vilja skera niður – alls staðar nema í hermálum – Demókratar vilja eyða peningum í fjárfestingar. Þessir flokkar geta varla talað saman, þannig er ástandið í stjórnmálunum. Á meðan eru það helst hinir ofurríku sem hafa sitt á þurru enda á stórkapítalið þá með húð og hári. Áður fyrr var fátæka fólkið aðallega lengst upp í sveit eða í gettóum stórborga, en nú eru farin að verða til úthverfi þar sem fólk lifir við mikla fátækt eins og sagt er frá í þessari grein sem líka birtist í Economist.

20110129_ldd001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin