fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Deilt um Sovét-Ísland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. janúar 2011 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði,  sendi nýlega frá sér bókina Sovét-Ísland, þar sem hann fjallar um kommúnistahreyfinguna á Íslandi, tengsl hennar við Moskvu og hlut hennar í pólitískum átökum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Kenning Þórs er sú að Moskvutengslin hafi verið mjög sterk, þar hafi nokkur fjöldi kommúnista numið byltingarfræði og neðanjarðarstarfsemi og að hlutur skipulagðra sveita kommúnista hafi verið meiri en talið hefur verið. Þór álítur að ríkið hafi verið vanbúið að fást við þetta.

Þór og Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki á Bifröst, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Jón skrifaði fyrir áratug bók sem nefnist Kæru félagar og fjallar um líka um kommúnista á Íslandi. Jón er menntaður í Rússlandi og talar rússnesku og fór í skjalasöfn eystra til að skrifa bók sína.

Í Sovét-Íslandi skýtur Þór föstum skotum á Jón.

Jón gerir athugasemdir við verk Þórs í tveimur bloggfærslum á heimasíðu sinni. Þær má lesa hérna og hérna.

Jón skrifar meðal annars:

Efnið sem við Þór erum ósammála um er vissulega mjög áhugavert og umdeilt, ekki aðeins á milli okkar tveggja. Þessvegna er ég nú með grein í smíðum sem líklegt er að birtist í Skírni á þessu ári um nám Íslendinga við flokksskóla. Við Þór Whitehead erum hinsvegar ekki aðeins ósammála um túlkun. Heimildanotkun hans er svo ómerkileg og svo fjarri því að gefa rétta mynd af atburðum, atburðarás, umræðum, ákvörðunum og samskiptum þeirra sem hann fjallar um að mér er ómögulegt annað en að mótmæla þeim. Málflutning sinn kryddar hann þar að auki með aðdróttunum í minn garð sem eru í flestum tilfellum fáránlegar.

Meginveikleiki bókar Þórs er sá að hann byggir fullyrðingar sínar um dvöl Íslendinga í Moskvu og samskipti þeirra við leiðtoga Kominterns og fulltrúa Sovétstjórnarinnar ekki á neinum frumrannsóknum. Þór hefur aldrei komið í skjalasöfn Kominterns og Kommúnistaflokksins sáluga og því þarf hann að nota verk annarra og rífa úr samhengi allt sem hann finnur sem einhvernveginn tengist hernaði eða herþjálfun. Til viðbótar nýtir hann sér glefsur úr skjalasafni Kominterns, aðallega skjöl sem ég afhenti Handritadeild Landsbókasafnins fyrir mörgum árum. Því er það svo, að þegar lesandinn vill grafast fyrir um heimildir Þórs fyrir fullyrðingum sínum um menn og málefni og ályktanir um ofbeldisáform og beint ofbeldi, þá grípur hann iðulega í tómt.

Vandi Þórs í Sovét-Íslandi er raunar klassískur. Hann fer af stað til að færa sönnur á þá tilgátu sína að kommúnistar hafi lært að beita ofbeldi í Moskvu og sá lærdómur móti allt starf þeirra upp frá því. Hann leitar uppi allt sem hugsanlega getur stutt þessa tilgátu í skjalaglefsum og verkum annarra sagnfræðinga og hrósar svo sigri. Engin tilraun er gerð til að nálgast tilgátuna gagnrýnum augum og heimildir sem benda í aðrar áttir eru sniðgengnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin