fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Óviss vísindi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. janúar 2011 23:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölur um hagvöxt í Bretlandi sem birtust í gær eru áfall fyrir David Cameron og stjórn hans.

Vöxturinn mælist nánast enginn. Því er meðal annars kennt um að miklir kuldar hafi verið í Bretlandi að undanförnu, en áhyggjurnar beinast fremur að stefnu stjórnarinnar sem byggir á því að koma fjármálum ríkisins í lag með miklum niðurskurði og skattahækkunum.

Á meðan funda stjórnmálaleiðtogar og fjármálafurstar og ráðgjafar þeirra í Davos líkt og á hverju ári.

Larry Eliot skrifar í Guardian um fundinn og segir að tvöföld kreppa vofi ekki yfir Davos eins og í fyrra. Það sé aðeins léttara yfir fundarmönnum.

Hins vegar séu mörg vandamáli sem steðji að. Eitt er efnahagsbatanum á Vesturlöndum hefur ekki fylgt aukin atvinna, annað er hækkandi verð á hrávöru og olíu og svo eru það ríkisfjármálin í Bandaríkjunum en fjárlagahallinn þar heldur áfram að vaxa.

Stjórnvöld í Washington hafa farið þá leið að eyða sig út úr kreppunni og segir Nouriel Roubini – sem einnig er kallaður Dr. Doom – að mikil vá sé á ferðum ef Bandaríkin haldi áfram á þessari braut.

Hagfræðin er óviss vísindi: Samkvæmt þessu eru þeir semsagt of aðhaldssamir í Lundúnum en of eyðslusamir í Washington. Á meðan eru Þýskaland og Kína á blússandi ferð – en auðvitað spurning hvað það endist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin