fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Vilja menn kannski ekki breytingar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. janúar 2011 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðurnar á Alþingi í dag voru óvenju hatrammar, og kannski ekki furða.

Stjórnlagakosningaklúðrið er mjög slæmt fyrir ríkisstjórnina. Og það er áfall fyrir þá sem hafa talið að stjórnarskrá Íslands væri ófullkomið plagg.

Rétt er að minna á fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta stjórnarskránni, en þær hafa alltaf mistekist.

Stjórnlagaþingið átti að vera tilraun til að taka máli úr höndum stjórnmálamanna og finna því lýðræðislegan farveg meðal þjóðarinnar.

Það er reyndar ekkert sem segir að kosningarnar hafi ekki verið lýðræðislegar – þannig séð. En framkvæmdin var misheppnuð, undirbúningurinn var alls ekki nógu góður og margt var vanhugsað. Hæstiréttur virðist líka nánast hafa lagt lykkju á leið sína til að dæma kosningarnar ógildar – eins og bent hefur verið á voru engin dæmi um svindl eða misferli.

Ábyrgðin liggur auðvitað hjá kjörstjórninni, hjá dómsmálaráðuneytinu – og hjá ríkisstjórninni. Undan því getur hún ekki vikist.

Það er heldur ekki víst að hægt verði að byrja þetta ferli upp á nýtt. Kannski þurfum við enn einu sinni að horfa upp á nefnd stjórnmálamanna sem gerir atrennu að því að breyta stjórnarskránni.

Meðan hangir ýmislegt í lausu lofti.

Það hefur verið bent á ráðherraræðið sem er hér til óþurftar, slímusetur valdamanna á stólum sínum, valdaleysi Alþingis, mjög óskýra stöðu forsetans, óréttláta kosningaskipan, skort á reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur, óljós ákvæði um auðlindir – og vafasamar aðferðir við að skipa dómara.

Margir hafa borið þá von í brjósti að með því að endurskrifa stjórnarskrána væri hægt að hefja nýjan tíma í stjórnmálum á Íslandi – Njörður P. Njarðvík talaði á sínum tíma um nýtt lýðveldi. Það er kannski mikil bjartsýni, en betri leikreglur gætu ekki skaðað eftir þau fáheyrðu hneyksli sem hafa riðið yfir íslenska þjóð á síðustu árum.

Umræðurnar í þinginu í dag voru dálítið skrítnar. Það er svosem ekki skrítið að stjórnarandstaðan vilji berja á ríkisstjórninni – hún liggur afar vel við höggi eftir þetta.

En skil ég rétt að stjórnarandstöðuþingmenn séu á móti því að breyta stjórnarskránni? Ólöf Nordal? Vigdís Hauksdóttir? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson?

Eða finnst þeim að þetta eigi bara að vera í verkahring alþingismanna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing