Þetta er nokkuð dæmigerð þróun – skrifræðið vex stöðugt, en peningarnir sem eru til hinnar eiginlegu starfsemi minnka.
Menntasvið Reykjavíkur er orðið ógurlega fyrirferðarmikið bákn. Nú er enn boðaður niðurskurður í skólunum, en það heldur áfram að vaxa. Ég hef heyrt að skólastjórar séu miður sín, en það er illa séð ef þeir tjá sig um þetta opinberlega.
Skrifstofukerfin þenjast hins vegar endalaust út – og alls kyns kontóristar og baunateljarar eru farnir að ráðskast með mál sem áður leystust nokkuð farsællega út á vettvangi.