Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð, gerir heldur lítið úr Sóknaáætlunninni svokallaðri og spyr hvort sjómenn og bændur hafi ekki starfað eftir hugmyndum um sjálfbæra þróun.
Svarið við þessu er einfalt – það er nei.
Það hefur verið gengið á fiskimið, það hefur orðið stórfelld gróðureyðing, við brennum jarðefnaeldsneyti og við höfum sólundað fé og verðmætum með þeim hætti að afkomendur okkar verða verr staddir fyrir vikið.
Nú ætla ég ekki að staðhæfa að sóknaráætluninni verði fylgt, kannski gleymist hún fljótt, svo er oft um svona plögg.
En ef við ætlum að eiga framtíð sem þjóð verðum við líka að tala um hlutina á þessum nótum, við verðum að ræða hugmyndir og reyna að setja okkur sæmilega háleit markmið.