fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Húsnæði í Miðbænum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. janúar 2011 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að verða til mikið af húsnæði í endurbyggðum gömlum húsum í Miðbænum, á Laugavegi 4-6 og á horni Lækjartorgs og Austurstrætis.

Spurning er hver leigan verður?

Mannfjöldinn í Miðborginni stendur ekki undir sérlega hárri leigu. Það er grenjandi samkeppni milli veitinga- og kaffihúsa sem koma og fara. Verslanirnar eru ansi einhæfar – eftir hrun varð sprenging í minjagripabúðum.

Af því maður hefur búið þarna lengi þá sér maður fólk stundum hefja starfsemi í einhverju húsnæði og veit að það mun fara á hausinn innan skamms tíma. Stundum langar mann að vara það við.

Það er heldur ekki eins og við búum í milljónasamfélagi. Það er talsvert af fólki á ferli í bænum á sumrin, þá bætast ferðamennirnir við, en svo koma mánuðir þegar er afar fátt fólk að sjá. Í svona fámennu landi er ekki alltaf hægt að búast við mikilli framlegð.

Það er líka til húsnæði sem við sem búum í bænum vitum að er dauðadæmt – ekkert þrífst þar. Maður sem ég hitti um daginn sagði að ástæðan væri lélegt feng shui – það er ekki verri skýring en hver önnur.

En maður vonar að skemmtileg starfsemi byggist upp í þessum endurbyggðu húsum, ekki bara það sama gamla og að sem fæstir tapi peningum. En það er ljóst að leigan mun seint standa undir byggingakostnaðinum.

laugavegur4-6Hér er mynd af húsunum á Laugavegi 4-6 eins og þau eiga að líta út. Ég gerði einu sinni grín að þessari mynd vegna þess að skuggarnir á henni eru eins og sólin sé á lofti í hánorðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?