Í umfjöllun Fréttablaðsins um breska flugumanninn Mark Kennedy kemur fram að ríkislögreglustjóri vilji ekki tjá sig um málið.
Fréttablaðið hafði samband við hann til að spyrja hvort embættið hefði vitað af ferðum Kennedys.
Það er eðlilegt að spurt sé.
Í fyrsta lagi er í hæsta máta óeðlilegt að lögreglunjósnarar starfi við iðju sína í öðrum löndum en sínum eigin.
Í öðru lagi er sjálfsagt að hreinsa loftið – það ekki boðlegt ef lögreglustjórinn hefur vitað um veru flugumannsins í hópi mótmælendanna.
Ríkislögreglustjóri svarar því aðeins að embættið hafi ekkert um þetta mál að segja.
Fréttablaðið segist líka hafa spurnir af því að breska lögreglan hafi varað ríkislögreglustjóra við því að í hópi umhverfisverndarfólks sem kom hingað árið 2005 væru harðir aðgerðasinnar. Ekki fylgir sögunni hvernig breska lögreglan aflaði þeirra upplýsinga.
Ríkislögeglustjórinn getur vel svarað þessu.