fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Bíó Paradís: Murnau og Huston

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. janúar 2011 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skilningi mínum á það að vera hlutverk listabíós að sýna nýlegar kvikmyndir sem rata ekki á almennar sýningar í kvikmyndahúsum og gamlar myndir sem teljast klassískar eða sögulegar á einhvern hátt.

Ég veit að það hefur verið á brattann að sækja í rekstri Bíó Paradísar sem tók til starfa síðastliðið haust.

Því er meðal annars kennt um að ungt fólk – sem er helsti markhópur svona kvikmyndahúss – hafi einfaldlega aðgang að kvikmyndum með öðrum hætti, hlaði þeim jafnvel niður af netinu.

En það er samt allt annað að sjá myndir í kvikmyndahúsi en á tölvu- eða sjónvarpsskjá.

Þegar ég var ungur maður – og það er orðinn dálítill tími síðan – stóð frumkvöðullinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir stofnun Fjalakattarins. Þetta var kvikmyndaklúbbur, listabíó, sem var starfrækt í gamla Tjarnarbíói.

Þetta var ómetanlegur skóli í kvikmyndum. Þarna sá maður myndir eftir Bergman, Kurosawa, Herzog, Orson Welles og fleiri snillinga. Stundum voru sýndar hrútleiðinlegar myndir, ég man til dæmis eftir einni sem gerðist í landbúnaðarhéraði í einhverju þróunarríki – kem ekki lengur fyrir mig hvort það var Íran eða Senegal – og sýndi nautgripi veslast upp í ógurlegum þurrki. En þetta var þroskandi – og maður passaði sig vandlega að sitja alveg til enda.

Bíó Paradís er að róa á þessi mið – og það er í raun ekki enn komið í ljós hvort starfsemin á einhverja framtíð.

Ég var að fá senda efnisskránna næstu vikurnar. Þarna eru tvær klassískar myndir sem eru athygli verðar.

Annars vegar Sunrise eftir hinn dulúðuga þýska leikstjóra F.W. Murnau. Myndin er gerð 1927 þegar Murnau var kominn til BandaríkjannaMyndin fékk Óskarsverðlaun á fyrstu verðlaunahátíðinni og er talin til meisstaraverka kvikmyndasögunnar. Murnau lést nokkrum árum síðar í bílslysi í Kaliforníu og er grafinn þar. Aðeins ellefu manns voru við útför hans, en þar á meðal voru Greta Garbo, Emil Jannings og Fritz Lang. Það getur verið merkilegt að kynnast þeim seið sem oft er fólginn í þöglum myndum, og Murnau var furðulegur galdrameistari.

Hin myndin er The Dead eftir John Huston. Myndina byggir hann á frægri smásögu eftir James Joyce, það er síðasta sagan í safninu Dubliners sem kom út árið 1914. Þetta er síðasta mynd Hustons, sem átti langan og afar skrautlegan feril í kvikmyndum. Sagan segir frá jólaboði í Dublin og er full af skrítnum karakterum úr borginni. Sjálfum hefur mér fundist að lokaorð sögunnar séu einhver fegursti texti sem hefur verið skrifaður:

„A few light taps upon the pane made him turn to the window. It had begun to snow again. He watched sleepily the flakes, silver and dark, falling obliquely against the lamplight. The time had come for him to set out on his journey westward. Yes, the newspapers were right: snow was general all over Ireland. It was falling on every part of the dark central plain, on the treeless hills, falling softly upon the Bog of Allen and, farther westward, softly falling into the dark mutinous Shannon waves. It was falling, too, upon every part of the lonely churchyard on the hill where Michael Furey lay buried. It lay thickly drifted on the crooked crosses and headstones, on the spears of the little gate, on the barren thorns. His soul swooned slowly as he heard the snow falling faintly through the universe and faintly falling, like the descent of their last end, upon all the living and the dead.“

Tucson-snow-night-2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“