fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarbylting á tíma internetsins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. janúar 2011 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið gerir heiminn merkilega lítinn stundum.

Ég hitti kunningja minn Smára McCarthy á Skólavörðustígnum.

Hann er mikill netmaður, stóð ásamt fleirum fyrir komu Julians Assange til Íslands á sínum tíma.

Við fórum að tala um Túnis og Smári sagði mér að í gær hefði kunningi hans þar orðið ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.

Ráðherrann heitir Sidi Amamou, þeir þekkjast reyndar bara af netinu. Smári hafði hjálpað honum að komast fyrir ritskoðunina sem hefur ríkt í Túnis. Hann er reyndar kallaður Slim og er úr svokölluðum Sjóræningjaflokki, er líka bloggari og netverji. Slim var fangelsaður um tíma fyrir skoðanir sínar.

En þetta eru merkilegir atburðir í þessu litla landi við Miðjarðarhaf sem hingað til hefur verið frekar friðsælt. Þarna hefur ríkt aðskilnaður milli ríkis og trúar – í anda landsföðursins Bourgiuba sem ríkti lengi og varð fjörgamall.

Um leið hefur orðið til mikil spilling á æðstu stöðum og nú er sagt að burtrekinn forseti landsins, Ben Ali hafi tekið með sér gullforðann í útlegðina til Saudi-Arabíu. Líklega fæst hann seint afhentur úr því spillingarbæli.

Þessir atburðir gerast í heimshluta þar sem ástandið er býsna viðkvæmt. Ein hættan er sú að íslamistar færi sig upp á skaftið. Svo er möguleiki á að átökin breiðist út til nálægra landa. Þar eru helst Alsír – þar sem tvívegis hafa geisað blóðug borgarastríð síðustu sextíu árin – einræðisríkið Líbýa og svo Egyptaland sem er sannkallaður suðupottur. Þar trónir hinn aldraði Hosni Mubarak yfir hernaðareinræði, heldur íslamistum niðri en líka þeim sem kalla á aukið lýðræði.

ArabicFreeSlimSidi Amamou, kunningi Smára sem ég hitti á Skólavörðustígnum. Hann er nú orðinn ráðherra í stjórn Túnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?