Kristinn Pétursson, fyrrverandi útgerðarmaður og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bloggar gjarnan um sjávarútvegsmál. Í nýlegri bloggfærslu fjallar hann um yfirveðsetningu aflaheimilda sem átti sér stað fyrir hrunið. Kristinn telur að þessu máli hafi hvergi nærri verið gerð næg skil, en Kristinn telur að þetta sé andstætt 1. grein laga um fiskveiðar.
Í greininni segir hann:
„Þessi þáttur í forsendu bankahrunsins – oftúlkun bankakerfisins á nýtingarétti útgerða – er enn óræddur sem ein af stórum ástæðum fyrir hruni bankakerfisins.
Nýtingaréttur útgerða – var veðsettur mörg hundruð milljarða umfram það sem varfærin bankastarfsemi hefði nokkurn tímann átt að ljá máls á. Þeir sem gerðu það – ættu að sæta ábyrgð.
Afleiðingin af ofmati á nýtingarétti útgerða og ofveðsetningu þessa nýtingaréttar – varð því veðsetning á stórri loftbólu –
…. innistæðulaus seðlaprentun – útþynning gjaldmiðils þjóðarinnar – krónunni – fyrir hundruð milljarða íslenskra króna.
At hverju varð svo gengishrun – ofan á alþjóðlega bankakreppu – nema fyrir alla útþynningu gjaldmiðils þjóðarinnar – vegna yfirveðsetninga á nýtingarétti útgerða – aflaheimildum.
Í stað þess að hagnaður af útgerð – færi til að endurnýja gamlan og úreltan fiskiskipaflotann – var allt kapp sett á einkagróða með innlausn nýtingaréttar – og öllu því fjármagni (hundruð milljarða) sóað í verðlausar loftbólur út og suður að mestu leyti.
Þeir sem stjórnuðu þessu – og drógu útgerðaraðila á asnaeyrunum inn í slíkar loftbólufjárfestingar – voru oftar en ekki „greiningardeildir“ gömlu bankanna sem blekktu fyrst sjálfa sig – og sögðu svo útgerðarmönnum „alveg satt“… og blekktu menn hægri vinstri til að loftbóluveðsetja – og kaupa loftbréfasukk fyrir gróðann.
Meira að segja rótgrónir sparisjóðir voru rifnir upp með rótum – loftbóluvæddir og „rændir að innan frá“ flestir hverjir!
Er það ekki staðreynd – að það varð algert bankahrun hérlendis og flestar loftbólueignir hrundu þá í verði – þar með taldar loftbólueignir í aflaheimildum sem lækkuðu þá í verði úr 3850 kr/ (gamlar krónur) og niður í um 2000 kr/kg í dag – en enn er samt reynt að halda blekkingaverðinu uppi með „handafli“ – í stað þess að tappa nú örugglega öllu lofti af kerfinu til að geta hafið endurreisn á alvöru grunnforsendum heilbrigðrar bankastarfsemi í gamla varfærna stílnum eins og gamli Fiskveiðasjóður Íslands ástundaði fyrr á árum – með miklum sóma.
Verðfall aflaheimilda í SDR:
Verðgildi aflaheimilda getur aldrei orðið hærra – en hagnaður af venjulegum rekstri í útgerð skilar á 15-20 árum – það er „gamla Fiskveiðisjóðsreglan“ sem er hæfilega aðhaldsöm útlánaregla og það samsvarar nú 900 kr/kg = svipað verð og í þorskaflaheimild Barentshafi – og meðafli annarra fisktegunda þá innifalinn.
Yfirveðsetning aflaheimilda átti sem sagt afdrifaríkan þátt í bankahruninu -og það mál er órætt í stjórnmálaumræðu hérlendis
Reyndar er furðulegt að því máli (yfirveðsetningu aflaheimilda 39/5 (= 800% loftveðsetning) – skuli ekki hafa verðið gerð sérstök skil í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Furðulegt!
Það er svo til marks veruleikafirringuna sem ríkir í þessum málum í dag – að framkvæmdastjóri SA geri það að opinberu skilyrði fyrir gerð kjarasamninga – á forsíðu Morgunblaðsins – að þessum sóðaskap í viðskiptasögu Íslendinga – yfirveðsetningu aflaheimilda og afleiðingum (bankahruni) skuli nú sópað formlega undir teppið í væntanlegri gerð kjarasamninga með því að reyna að þvinga fram óbreytt fyrirkomulag á veðsetningu aflaheimilda.
Hvað á „leyfilegt sukk með veðsetningu aflaheimilda“ að gera sem bókun við gerð kjarasamninga? Er framundan „taka-tvö“ á loftbóluvæðingu aflaheimilda?
Ég bara spyr.“