fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Berlusconi

Egill Helgason
Mánudaginn 17. janúar 2011 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silvio Berlusconi komst til valda eftir umskipti í stjórnmálum sem eru nokkuð einstæð, en um leið er hann víti til varnaðar.

Spillingin í ítalska stjórnmálakerfinu var orðin slík að þjóðin feykti burt gömlum flokkum, það varð algjör uppstokkun á flokkakerfinu. Þetta átti að verð mikil landhreinsun. En úr rústunum reis auðjöfurinn Berlusconi. Ítalir héldu að peningarnir myndu einhvern veginn nuddast af honum og yfir á þjóðina.

En spillingin sem er landlæg hélt áfram í líki Berlusconis. Hann er er fyrrverandi skemmtikraftur á skemmtiferðaskipum sem síðar varð fjölmiðlakóngur og sameinar það á furðulegan hátt að vera stjórnmálamaður að vestrænum hætti, lýðforingi nánast í anda Mússolínis, ríkasti maður landsins, skúrkur, sjarmör og trúður, eigandi stærsta fótboltaliðsins og afþreyingariðnaðarins nánast eins og hann leggur sig.

Undarlegt fyrirbæri – og ógeðfellt. Hann raðar í kringum sig ungum konum, og nú er ein sögð vera undir lögaldri – hann eins og einhvers konar Hugh Hefner stjórnmálanna.

Sumum ítölskum körlum þykir þetta reyndar flott – að ráðamaður geri nákvæmlega eins og honum sýnist. Þeir hertust bara hér um árið þegar Economist skrifaði að Berlusconi væri ekki hæfur til að stjórna landi.

En hverju reka Ítalir þetta ekki af sér? Ítalíu hefur verið afar illa stjórnað hin síðustu ár. Það hefur orðið afturför á öllum sviðum, líka þegar ríkti góðæri annars staðar í heiminum.

Fyrir nokkrum árum las ég bók sem nefnist The Dark Heart of Italy eftir Bretann Tobias Jones. Hann segir að Ítalía sé hugsanlega það land sem hafi farið verst út úr sjónvarpsmenningu nútímans; sjónvarpið þar dælir út úr sér leikjaþáttum, sölumennsku og sápum allan sólarhringinn. Það eina sem er metnaðarfullt í ítölsku sjónvarpi er aflitunin á öllum fölsku blondínunum sem þar koma fram. Þetta er hryggileg afturför frá þeim tíma þegar ítalskar kvikmyndir hrifu alla heimsbyggðina.

Jones er hrifinn af lífsnautninni sem einkennir ítalska menningu og áherslu Ítala á hið sjónræna; þessari sérstæðu sýndarmennsku sem er ríkur þáttur í mannlifinu á Ítalíu. En hann lýsir líka landi þar sem kúltur fólksins er í andaslitrunum, þar sem flestir eru hættir að lesa bækur, þar sem ríkir óskapleg einsleitni í hugarfari og tísku – og mikil hræðsla við að skera sig úr fjöldanum.

Ég hef skrifað eitt og annað um Berlusconi í gegnum tíðina. Það er eins og þegar maður sér eitthvað hryllilegt og getur ekki haft augun af því. Fann til dæmis þetta, frá árinu 2005:

„Ítalir sem borðuðu á Andarunganum um daginn ætluðu að æla þegar ég sagði þeim að forsætisráðherra þjóðarinnar (sem hann er víst ekki lengur) væri vinur Silvios Berlusconi. Sögðu að það væri svo sannarlega ekki meðmæli með manninum.

Það verður þó að taka fram að Ítalir skiptast í tvö horn í áliti sínu á Berlusconi. Fyrir tveimur árum var ég á lúxushóteli á Grikklandi og kynntist ítölskum lýtalækni sem þarna dvaldi ásamt konu sinni, minniháttar greifynju. Hann var stórhrifinn af Berlusconi, taldi hann stórkostlegan afburðamann sem myndi láta kommúnista finna til tevatnsins.

Davíð Oddsson mun hafa notið gistivináttu Berlusconis á búi hans á Sardiníu. Mér skilst að þá hafi verið tveir forsætisráðherrar verið í heimsókn þarna, Davíð var villu uppi á landi en fyrir utan lónaði forsætisráðherra Rúmeníu á snekkju.

Svona hefur Berlusconi safnað þjóðarleiðtogum, stórum jafnt og smáum. Pútín hefur verið þarna gestur og Tony Blair líka – var það ekki einmitt þá sem hann stórslasaði Berlusconi í fótbolta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“