fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: Ábyrgð stjórna

Egill Helgason
Mánudaginn 17. janúar 2011 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um ábyrgð stjórna fyrirtækja – og banka – í pistli í Speglinum fyrir helgina. Þar segir meðal annars:

— — —

„Feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson voru stærstu eigendur Straums og Landsbankans. Björgólfur Thor var formaður stjórnar Straums, Björgólfur gengdi sama starfi í Landsbankanum. Við Rannsóknarnefnd Alþingis sagðist Björgólfur telja Landsbankann hafa verið ‘mjög ánægðan’ að hafa sig sem lántakanda. Í niðurstöðum sínum bendir Rannsóknarnefndin á að almennt séu ‘starfsmenn banka ekki í góðri stöðu til að meta á hlutlausan hátt hvort eigandi hans sé góður lántakandi eða ekki.’

Reynsluleysi stjórnarmanna bankanna og náin tengsl við stærstu eigendur átti hugsanlega sinn þátt í gríðarlegum fyrirgreiðslum til tengdra aðila. Rannsóknarnefndin bendir á að allir stærstu eigendur bankanna höfðu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé í bönkunum sem þeir áttu í. Þetta, ásamt samþjöppun lána til fárra aðila og brasks bankanna með eigin bréf eru atriði sem algjörlega skilja starfsemi íslensku bankanna frá virtum erlendum bönkum.

Björgólfur Guðmundsson vék af fundi stjórnar Landsbankans þegar lánamál hans sjálfs voru rædd í bankaráðinu. Spegillinn hefur haft tækifæri til að skoða fundargerðir stjórnar Landsbankans. Samkvæmt þeim urðu ekki miklar umræður í stjórninni um lán til félaga tengdum Björgólfi. Í janúar 2008 voru til dæmis ræddar fyrirgreiðslur til félaga tengdum Björgólfi en engar tölur færðar í fundargerðina. Oftast segir í fundargerðum að kjörin séu eðlileg en þau ekki rakin.

Rétt eins og í öðrum hlutafélögum bera stjórnir banka gríðarlega ábyrgð. Það er þó ómögulegt að segja til um fyrirfram hver verður talin ábyrgð stjórna íslensku bankanna þriggja sem nú sæta rannsókn sérstaks saksóknara. En það er athyglisvert að samkvæmt fréttum í dag virðist saksóknari ætla að yfirheyra stjórnarmenn Landsbankans.

Erlendur heimildarmaður Spegilsins segir að eitt af því sem getur haldið saksóknara frá að kæra stjórnarmenn er að þeir geta borið því við að þeir hafi ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar. Með því að lúslesa fundargerðir og gögn stjórnar má fá hugmynd um hvort þetta standist eða ekki.

Forstjórar og nokkrir háttsettir stjórnendur Enron og WorldCom voru dæmdir í fangelsi, ekki stjórnir fyrirtækjanna. Hins vegar fóru fjárfestar í skaðabótamál við stjórnarmenn sem voru síðan dæmdir í sektir upp á milljónir dala, að hluta úr eigin vasa.

Þetta var umdeilt. Tímaritið Business Week skrifaði eftir Enron-réttarhöldin að ábyrgð stjórnenda væri greinilega bara goðsögn. Þeir þyrftu sjaldnast að gjalda fyrir að bregðast ábyrgð því þeir væru tryggðir í bak og fyrir. Tímaritið áleit það alveg ljóst að stjórnarmenn Enron hefðu brugðist skyldu um að gæta hagsmuna hluthafa og ættu því að sæta ábyrgð fyrir að hluthafarnir misstu allt sitt. Það væri ekki nóg að stjórnarmenn misstu bara æruna og lentu í skaðabótamálum við tryggingafélög og hluthafa.

Eigendur íslensku bankanna fengu samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis óeðlilega mikla fyrirgreiðslu. Stjónir bankanna voru nátengdar stærstu eigendum. Ef kemur að kærum í stórum málum varðandi bankana verður mjög áhugavert að sjá hvernig farið verður með ábyrgð stjórnarmanna sem, eins og segir í yfirlýsingu PwC, báru hina endanlegu ábyrgð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“