Tilraunir til að fá risalán frá Bandaríkjunum stuttu eftir hrun sýna hvílíkt ráðleysi ríkti í stjórnsýslunni hér á þessum tíma.
Enn hefur ekki verið almennilega skýrt hvað var að baki Rússaláninu sem seðlabankastjóri tilkynnti einn morguninn að Íslendingum stæði til boða.
Eða hvernig menn gátu réttlætt fyrir sér þá hugmynd að fá 4 milljarða evra að láni frá Rússlandi?
En svo virðast menn hafa ætlað að nota Rússalánið til að setja þrýsting á Bandaríkjamenn – eins og Ísland gæti enn leikið sama leik og í Kalda stríðinu.
Bandaríkjamenn vísuðu á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn eins og aðrar þjóðir sem íslensk stjórnvöld leituðu ásjár hjá á þessum tíma.
Það vildi enginn láta fíkilinn fá meira fé – heldur var honum skipað í meðferð.