Það er eins og oft hefur verið sagt óvenjulegt að sjá jakkafatamenn leidda burt af lögreglumönnum og lokaða inni í fangaklefum.
Ég sá að tveir skríbenta á Pressunni brugðust illa við og töldu mikla óhæfu að svona væri farið með Sigurjón Árnason.
Mynd af honum í lögreglufylgd er hugsanlega fréttamynd ársins.
Einn fjölmiðillinn gerði frétt þar sem var spurt hvernig það væri eiginlega að vera í fangaklefa?
Svoleiðis fréttir eru ekki settar saman þegar venjulegir sakamenn eiga í hlut.