Um þetta má segja eins og stundum:
Hærri skattar, verri þjónusta.
Nú fáum við að geyma rusl í tunnum í tíu daga. Og það er vegna einhverra íbúa í Fossvoginum að ekki verða sóttar tunnur sem eru lengra en fimmtán metrar frá götunni.
Það er þó á einu sviði hjá borginni sem þjónustan versnar ekki.
Aldrei hafa verið jafn margir og jafn ötulir stöðumælaverðir í bænum. Það er held ég best skipulagða stofnun innan borgarkerfisins.