fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Þegar kreppan verður liðin tíð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. janúar 2011 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við neysluna um jólin og flugeldana um áramót mætti ætla að kreppan sé farin að lina tökin á Íslandi.

Á einhverjum tímapunkti kemur að því að við hugsum um hana sem liðinn atburð.

Það gæti þess vegna orðið seinna á þessu ári.

En það er ekki þar með sagt að menn verði sáttir.

Það mun sem fyrr verða hér yfirstétt sem hefur pálmann í höndunum, nú sópar skilanefndafólk til sín auði og innheimtulögfræðingar blómstra og líklega fá sægreifar afskrifað þegar fram líða stundir.

Réttlætið sigrar ekkert endilega að lokum.

Einhverjir bankastjórnendur og útrásarvíkingar verða dregnir fyrir dóm – þeir munu þybbast við og heimta frávísanir og áfrýja öllu, en það bendir samt ýmislegt til þess að nokkur stór hópur verði dæmdur. Kæmi ekki á óvart ef það yrðu nokkrir tugir manna.

En það mun taka langan tíma – einn prófsteinninn verður hvernig fer með mál Baldurs Guðlaugssonar. Hann er einn af laukum forréttindastéttarinnar, á réttu vinina og hefur gengið í réttu skólana – það er spurning hvernig kerfinu gengur að leiða mál hans til lykta.

Stjórnlagaþingið er reyndar óvissuþáttur í þessu. Það er reynt að tala það niður, en staðreyndin er samt sú að stjórnlagaþingið kemur saman og hefur samkvæmt lögum vald til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá, getur meira að segja lagt þær fyrir þjóðina.

Það gæti komið upp togstreita milli stjórnlagaþingsins og stjórnmálaflokkanna, en í gegnum það gætu orðið breytingar á íslensku þjóðfélagi sem menn sjá ekki endilega fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“